METNAÐARFULL áætlun Evrópusambandsins (ESB) sem miðar að stofnun fríverzlunarsvæðis í kring um Miðjarðarhaf, er nú loks komin til framkvæmda, þó enn eigi eftir að yfirvinna ýmis vandkvæði. Þróunaraðstoðaráætlunin fyrir Miðjarðarhafið (MEDA) er fimm ára viðskipta- og fjárfestingaráætlun fyrir löndin umhverfis Miðjarðarhafið, sem kosta mun samtals um 4,7 milljarða ECU,
Metnaðarfull Mið-

jarðahafsáætlun

Brussel. Reuter.

METNAÐARFULL áætlun Evrópusambandsins (ESB) sem miðar að stofnun fríverzlunarsvæðis í kring um Miðjarðarhaf, er nú loks komin til framkvæmda, þó enn eigi eftir að yfirvinna ýmis vandkvæði.

Þróunaraðstoðaráætlunin fyrir Miðjarðarhafið (MEDA) er fimm ára viðskipta- og fjárfestingaráætlun fyrir löndin umhverfis Miðjarðarhafið, sem kosta mun samtals um 4,7 milljarða ECU, eða um 395 milljarða króna.

Áætlunin tafðist mánuðum saman vegna andstöðu Grikkja við að Tyrkland fengi að vera með í henni. Grikkir fengust loks til að láta af andstöðu sinni, með því að í texta samkomulagsins, sem liggur áætluninni til grundvallar, voru teknar inn yfirlýsingar um góða hegðun gagnvart grannríkjum og virðingu mannréttinda.

Þótt aðeins aðildarríki ESB séu formlega séð einu stofnendur áætlunarinnar líta Grikkir svo á, að yfirlýsingarnar leggi skuldbindingar á herðar Tyrkjum. Theodoros Pangalos, utanríkisráðherra Grikklands, sagði í gær, að nóg tækifæri myndu gefast síðar til að útiloka Tyrkland frá því að njóta góðs af áætluninni, ef þeim finndist ástæða til.

Önnur aðildarríki ESB hafa þrýst mjög á Grikkland að láta af andspyrnu sinni, m.a. vegna þess að þau líta svo á að áætlunin kunni að nýtast þeim öflum í stjórnmálum Tyrklands sem opin eru fyrir vestrænum tengslum í baráttu þeirra við uppgang bókstafstrúarmanna.