HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt deiliskipulag í Krossanesi, en það var unnið var af Finni Birgissyni, arkitekt. Svæðið sem um ræðir afmarkast til vesturs af fyrirhugaðri legu Krossanesbrautar. Það tekur yfir allt land austan brautarinnar frá Jötunaheimavík, norður að túnum í Ytra-Krossanesi.
Deiliskipulag í Krossanesi samþykkt í hafnarstjórn Fyrirtækjum á

á svæðinu tryggð

lóðarstækkun

HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt deiliskipulag í Krossanesi, en það var unnið var af Finni Birgissyni, arkitekt. Svæðið sem um ræðir afmarkast til vesturs af fyrirhugaðri legu Krossanesbrautar. Það tekur yfir allt land austan brautarinnar frá Jötunaheimavík, norður að túnum í Ytra-Krossanesi.

Á síðasta ári var landfylling norðan Krossaness afmörkuð með grjótgarði og gerður nýr 80 metra langur viðlegukantur til norðurs frá enda eldri bryggju í Krossanesi. Nú er unnið að því að fylla upp innan garðsins og verður hin nýja fylling um 4,7 hektarar. Fyrirtækjum sem þegar eru á Krossanessvæðinu hefur verið tryggð lóðarstækkun, en jafnframt verða um 2,3 hektarar lausir fyrir nýja starfsemi á svæðinu.

Frekari samvinna olíufélaganna

Fyrirtækin í Krossanesi eru Fóðurverksmiðjan Laxá, Krossanesverksmiðjan, Sementsverksmiðja ríkisins, Skeljungur og Olíudreifing hf., sem er nýtt fyrirtæki í eigu Olís hf. og Olíufélagsins hf. Í skipulaginu er tekið frá svæði fyrir olíubirgðastöðvar eða aðra hafnsækna starfsemi, sem teygir sig nokkuð til norðurs frá núverandi lóðum olíufélaganna en er að stærstum hluta vestast og nyrst á fyllingunni. Olíudreifingarstarfsemi Olíufélagsins er nú á Oddeyri en miðað er við að hún flytjist í Krossanes innan 10-12 ára. Í framhaldinu er gert ráð fyrir frekari samvinnu allra olíufélaganna á svæðinu, t.d. varðandi olíutanka og átöppunaraðstöðu.

Laxá hf. mun fá verulega aukið lóðarrými til norðurs og austurs en einnig lítillega til vesturs. Þarna geta alls verið til ráðstöfunar um 11.000 fm utan við núverandi lóð Láxár. Í greinargerð með skipulagstillögunni kemur fram að á þessu stigi sé ekki tekin afstaða til þess hversu miklum hluta þessa lands skuli ráðstafað til fyrirtækisins, þar sem þarfir þess séu enn í mótum.

Væntanleg "Suðurgata" mun skerða nokkuð núverandi lóð Krossaness hf. og skera hana í sundur. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að fyrirtækið fái um 1.800 fm lóðarstækkun í áttina að nýja hafnarbakkanum og að síðar geti lóð þess stækkað enn til austurs og suðurs um 6.200 fm á landfyllingum innan marka deiliskipulagsins.

HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt deiliskipulag í Krossanesi sem unnið er af Finni Birgissyni arkitekt.