ÁRSFUNDUR Vestnorræna þingmannasambandsins var haldinn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu og stóð í þrjá daga, en um 20 þingmenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum sitja í ráðinu. Löndin skiptast á formennsku og lét Árni Johnsen alþingismaður af formennsku fyrir Íslands hönd en við tók Lisbeth Petersen lögþingsmaður og borgarstjóri í Þórshöfn.
Vestnorrænir þingmenn

Pólitísk hlut-

fallskosningÁRSFUNDUR Vestnorræna þingmannasambandsins var haldinn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu og stóð í þrjá daga, en um 20 þingmenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum sitja í ráðinu.

Löndin skiptast á formennsku og lét Árni Johnsen alþingismaður af formennsku fyrir Íslands hönd en við tók Lisbeth Petersen lögþingsmaður og borgarstjóri í Þórshöfn. Varaformenn eru Jonatan Mosfeldt, landsþingsmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands, og Árni Johnsen, en þeir eru formenn deildanna í hvoru landi fyrir sig.

Aðalverkefni ársfundarins voru skipulagsbreytingar í þá veru að framvegis verði kosið pólitískri hlutfallskosningu í Vestnorræna ráðið, alls 6 þingmenn frá hverju landi, en hingað til hefur verið einn fulltrúi frá hverjum flokki nema í Færeyjum þar sem smáflokkarnir eru margir og Færeyingar hafa sjálfir takmarkað fjöldann. Tillögurnar um breytingarnar eru sendar þjóðþingum landanna til staðfestingar og jafnframt var það samþykkt á ársfundinum í Eyjum að fá fastan starfsmann í tengslum við skrifstofu Norðurlandaráðs og endurskoða starfsreglur ráðsins.

Á ársfundinum í Eyjum komu m.a. fram tillögur frá Árna Johnsen um Vestnorrænan handverksskóla í Hveragerði, tillaga frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur um nýja Vestnorræna kvennaráðstefnu en slík ráðstefna var haldin á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum. Þá kom fram tillaga frá Svavari Gestssyni um að gera yrði úttekt á efnahagsstöðu Vestnorrænu landanna þriggja með tilliti til nálægra landa.

Fyrir Íslands hönd sitja í ráðinu: Árni Johnsen formaður, Ísólfur Gylfi Pálmason, Svavar Gestsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir varaformaður.