"ÉG er mjög spenntur og ákveðinn í að gera mitt besta," sagði Rúnar Alexandersson í samtali við Morgunblaðið eftir fánahyllinguna á fimmtudagskvöld, en hann verður fyrsti Íslendingurinn sem keppir á leikunum að þessu sinni og jafnframt fyrsti fimleikamaðurinn frá Íslandi sem spreytir sig á Ólympíuleikum. Fimleikakeppnin hefst í dag, laugardag og heldur áfram á mánudaginn.
FIMLEIKAR "Andstæðingarnir miklu erfiðari en ég á að venjast"

Rúnar Alexandersson keppir í dag, fyrstur íslenskra fimleikamanna á ÓL Afslapp-

aður og

geri mitt

besta "ÉG er mjög spenntur og ákveðinn í að gera mitt besta," sagði Rúnar Alexandersson í samtali við Morgunblaðið eftir fánahyllinguna á fimmtudagskvöld, en hann verður fyrsti Íslendingurinn sem keppir á leikunum að þessu sinni og jafnframt fyrsti fimleikamaðurinn frá Íslandi sem spreytir sig á Ólympíuleikum. Fimleikakeppnin hefst í dag, laugardag og heldur áfram á mánudaginn.

Rúnar, sem er aðeins 18 ára og keppir nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum, hlaut íslenskan rík isborgararétt fyrir fáeinum mánuðum. Áður hét hann Ruslan Ovtshinnikov, bjó í Eistlandi en var ríkisfangslaus eftir að landið varð sjálfstætt ríki á ný. Kom hann því til Íslands og senn rennur sú sögulega stund upp að íslenskur fimleikamaður keppi á Ólympíuleikum.

"Ólympíuleikar eru allt öðruvísi en önnur mót, andstæðingarnir miklu erfiðari og dómararnir eflaust líka strangari en ég á að venjast," sagði Rúnar. "Mér hefur gengið vel á æfingum og held að ég verði góður þegar keppnin byrjar. Ég bíð spenntur." Rúnar á að byrja kl. 9.15 að staðartíma, kl.13.15 að íslenskum tíma. Það kemur svo í ljós eftir keppni mánudagsins hvort Rúnar kemst áfram. "Það er erfitt að segja hvort ég kemst lengra. Það eru margir betri en ég svo það á varla að vera hægt. Þess vegna verður engin pressa á mér þannig að ég get verið afslappaður og gert mitt besta," sagði Rúnar.

Morgunblaðið/Kristinn Tilhlökkun RÚNAR Alexandersson bíður spenntur eftir að keppni í fimleikunum hefjist. Hér er hann sparibúinn við fánahyllingu Íslendinganna í ólympíuþorpinu á fimmtudagskvöldið. Skapti

Hallgrímsson

skrifar

frá Atlanta