ÁTTATÍU metra löng ljósleiðaraskreyting var sett upp á nýrri bensínstöð OLÍS í vikunni. Að sögn Jóhannesar Tryggvasonar framkvæmdastjóra Þríkants, sem sér um sölu á velti- og ljósleiðaraskiltum, er þetta nýjung í auglýsingatækni. Ljósleiðarinn er frá Bandaríkjunum og leiðir ljós en ekki rafmagn, eins og hefðbundin neonskilti gera.
Ljósleiðara-

skreyting sett upp

hjá OLÍS

ÁTTATÍU metra löng ljósleiðaraskreyting var sett upp á nýrri bensínstöð OLÍS í vikunni.

Að sögn Jóhannesar Tryggvasonar framkvæmdastjóra Þríkants, sem sér um sölu á velti- og ljósleiðaraskiltum, er þetta nýjung í auglýsingatækni. Ljósleiðarinn er frá Bandaríkjunum og leiðir ljós en ekki rafmagn, eins og hefðbundin neonskilti gera. Af þeim sökum er ljósleiðarinn helmingi sparneytnari á rafmagn og hættuminni svo hægt er að hafa hann innandyra.

Ljósleiðarinn er samsettur af köplum úr plasti sem breyta um lit eftir því ljósi sem sent er. Hver ljóspípa er um þrír sentimetrar í þvermál, sem hægt er að móta og beygja að vild.

Bensínstöð OLÍS á Sæbraut mun vera fyrsta bensínstöðin í Evrópu sem fær ljósleiðara. Þekktasta ljósleiðaraskiltið er Coca-Cola auglýsingaskiltið á Times Square í New York.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

THOMAS Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs OLÍS, Einar Ólafsson, forstöðumaður söludeildar OLÍS, Jóhannes Tryggvason framkvæmdastjóri Þríkants, og Hafsteinn Guðmundsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar OLÍS, settu upp ljósleiðarakapal á bensínstöð OLÍS við Sæbraut í fyrrakvöld.