Keppni í tugþraut hefst á miðvikudag í þarnæstu viku, 31. júlí. Jón Arnar Magnússon er byrjaður að safna skeggi og segist ætla að koma á óvart þegar hann birtist á leikvanginum að morgni miðvikudagsins. "Keppnisskeggið á eftir að koma á óvart," sagði hann við Morgunblaðið í ólympíuþorpinu í fyrrakvöld. Jón hefur áður látið klippa skegg sitt óvenjulega, t.d.
Jón Arnar Magnússon á lokaspretti undirbúningsins fyrir ÓL

"Keppnisskeggið á

eftir að koma á óvart"

Keppni í tugþraut hefst á mið vikudag í þarnæstu viku, 31. júlí. Jón Arnar Magnússon er byrjaður að safna skeggi og segist ætla að koma á óvart þegar hann birtist á leikvanginum að morgni miðvikudagsins. "Keppnisskeggið á eftir að koma á óvart," sagði hann við Morgunblaðið í ólympíuþorpinu í fyrrakvöld.

Jón hefur áður látið klippa skegg sitt óvenjulega, t.d. á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fór í Stokkhólmi í vetur. Þá mætti hann til leiks með nafn Mizuno klippt í skeggið á báðum vöngum, en nefndur íþróttavöruframleiðandi styrkir Jón Arnar. Hann vildi ekki gefa neinar vísbendingar um hvernig skegg hans yrði klippt að þessu sinni, sagði þó vera búinn að ákveða það en fólk yrði að bíða til annars miðvikudags til að komast að leyndardómnum.

Jón Arnar á afmæli meðan á leikunum í Atlanta stendur, verður 27 ára 28. júlí, sunnudaginn áður en hann hefur keppni.

"Ég á afmæli þennan dag en það verður að bíða fram yfir mánaðamót með að halda upp á það og að kvöldi 1. ágúst kemur væntanlega í ljós hver æfmælisgjöfin sem ég gef sjálfum mér verður. Hún verður vonandi góð."

»Viðtal..C4/C5