Dýrt að slökkva þorstann DON Mishcer, sem stjórnar setningar- og lokahátíð ólympíuleikanna upplýsti á fundi með fréttamönnum í fyrradag að kostnaður við umrædd hátíðahöld, auk verðlaunaafhendinga fyrir hverja grein, næmi alls 31 milljón dollara, tæplega 2,1 milljarði króna.
Dýrt að slökkva þorstann DON Mishcer, sem stjórnar setningar- og lokahátíð ólympíuleikanna upplýsti á fundi með fréttamönnum í fyrradag að kostnaður við umrædd hátíðahöld, auk verðlaunaafhendinga fyrir hverja grein, næmi alls 31 milljón dollara, tæplega 2,1 milljarði króna. Kostnaðarliðir eru margir og margvíslegir, en Mischer kvað fólk eflaust verða hissa á að sjá hve mikið hefði t.d. verið greitt fyrir drykkjarvatn þeirra sem koma fram í hátíðunum. Alls hefur verið eytt um 500 þúsund dollurum í þann góða drykk síðan í maí, svo þátttakendurnir gætu slökk þorstann á æfingum. Það er andvirði 3,4 milljóna króna.