»Bílstjóri Júlíusar og Ara 1/4 Íslendingur FORMENN og ritarar ólympíunefnda allra þátttökuþjóða í Atlanta hafa afnot af bifreið, aðstoðarmanni og bílstjóra meðan á leikunum stendur.
»Bílstjóri Júlíusar ogAra 1/4 Íslendingur

FORMENN og ritarar ólympíunefnda allra þátttökuþjóða í Atlanta hafa afnot af bifreið, aðstoðarmanni og bílstjóra meðan á leikunum stendur. Júlíus Hafstein, formaður ÓÍ er auðvitað engin undantekning og geta má til gamans að bílstjóri Júlíusar á ættir að rekja til Íslands; hann heitir John Kristján Cagle. Móðurafi hans er ítalskur en amman íslensk, Alda Kristjánsdóttir úr Njarðvíkum, nú búsett í Norður-Karolínu. Móðir Johns, Peggy Cagle, bjó á Íslandi með foreldrum sínum, þar sem faðir hennar var í bandaríska varnarliðinu á Miðnesheiði en Peggy flutti vestur um haf um tvítugt, að sögn Johns.