Nýja Hanksmyndin frumsýnd í Toronto FRUMRAUN leikarans Toms Hanks í leikstjórastólnum, myndin "That Thing You Do", verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto 14. september. Myndin fjallar um hljómsveitina The Wonders sem skyndilega slær í gegn og gerir stóran útgáfusamning sumarið 1964.
Nýja Hanks-myndin
frumsýnd
í Toronto
FRUMRAUN leikarans Toms Hanks í leikstjórastólnum, myndin "That Thing You Do", verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto 14. september. Myndin fjallar um hljómsveitina The Wonders sem skyndilega slær í gegn og gerir stóran útgáfusamning sumarið 1964.
Óreyndir leikarar í bland við reyndari skipa leikhópinn: Tom Everett Scott, Johnathon Schaech, Steve Zahn og Ethan Embry leika liðsmenn sveitarinnar en Hanks leikur umboðsmann hennar. Nýstirnið Liv Tyler fer einnig með stórt hlutverk í myndinni.
Á meðal annarra mynda sem frumsýndar verða á hátíðinni eru "American Buffalo" í leikstjórn Michaels Corrente og "2 Days in the Valley" frumraun leikstjórans John Herzfeld. Fyrrnefnda myndin er byggð á samnefndu leikriti Davids Mamet.
HANKS reynir fyrir sér í leikstjórastólnum.