VÍÐFRÆGUR stúlknakór frá Frankfurt í Þýskalandi, Sing-und Spielkreis, er á ferðalagi hér á landi um þessar mundir. Kórinn heldur tvenna tónleika norðanlands, í Húsavíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 21. júlí, kl. 17 og í Akureyrarkirkju þriðjudagskvöldið 23. júlí kl. 20.30. Kórinn hefur ferðast víða um heim og eru á efnisskránni lög frá öllum heimshornum.
Þýskur stúlknakór heldur tónleika

VÍÐFRÆGUR stúlknakór frá Frankfurt í Þýskalandi, Sing-und Spielkreis, er á ferðalagi hér á landi um þessar mundir.

Kórinn heldur tvenna tónleika norðanlands, í Húsavíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 21. júlí, kl. 17 og í Akureyrarkirkju þriðjudagskvöldið 23. júlí kl. 20.30.

Kórinn hefur ferðast víða um heim og eru á efnisskránni lög frá öllum heimshornum.