Egilsstöðum­ Bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra Runavík Kommuna í Færeyjum heimsóttu Egilsstaði nýlega en Runavík og Egilsstaðir eru vinabæir og hafa verið í slíku samstarfi í 5 ár. Helgi Halldórsson bæjarstjóri Egilsstaða segir samstarfið hafa verið gott, m.a. hafi knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Hattar farið í heimsókn til Runavíkur og dvalið þar í 5 daga.
Vinabæjartengslin styrkjast Egilsstöðum ­ Bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra Runavík Kommuna í Færeyjum heimsóttu Egilsstaði nýlega en Runavík og Egilsstaðir eru vinabæir og hafa verið í slíku samstarfi í 5 ár. Helgi Halldórsson bæjarstjóri Egilsstaða segir samstarfið hafa verið gott, m.a. hafi knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Hattar farið í heimsókn til Runavíkur og dvalið þar í 5 daga.

Helgi segir Runavík skarta jólatré frá Egilsstöðum um hver jól, en annars hafi samskiptin verið mest bréfleiðis og með heimsóknum bæjarfulltrúa. Núna sé hins vegar verið að ræða hvað megi gera til þess að efla samskiptin og að fleiri geti notið þeirra á beinan hátt. Jakop Lamhauge bæjarstjóri Runavík Kommuna var ánægður með heimsóknina en hann var að heimsækja Egilsstaði í fyrsta sinn. Hann segir mikilvægt að efla samskipti í íþróttum og menningarleg tengsl milli bæjanna þannig að börn og ungt fólk séu þátttakendur. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BÆJARSTJÓRAR Egilsstaða og Runavík Kommuna ásamt bæjarfulltrúum Runavík og mökum.