EITINGASTÖÐUM, sem eingöngu bjóða upp á grænmetisrétti, fer nú ört fjölgandi í borginni. Víkverji hefur notfært sér þjónustu tveggja, Græns og gómsæts í Tæknigarði og Græns kosts á Skólavörðustíg. Víkverja finnst síðarnefndi staðurinn hafa vinninginn hvað varðar fjölbreytni og bragðgæði matarins. Báðir standa hins vegar ágætlega fyrir sínu.
EITINGASTÖÐUM, sem ein göngu bjóða upp á grænmet isrétti, fer nú ört fjölgandi í borginni. Víkverji hefur notfært sér þjónustu tveggja, Græns og gómsæts í Tæknigarði og Græns kosts á Skólavörðustíg. Víkverja finnst síðarnefndi staðurinn hafa vinninginn hvað varðar fjölbreytni og bragðgæði matarins. Báðir standa hins vegar ágætlega fyrir sínu. Grænmetisfæði sameinar ýmsa kosti; það er hollt og ódýrt og þjónustan á þessum stöðum er hröð.

VIKUNNI prófaði Víkverji nýj an grænmetisveitingastað, sem hann mun áreiðanlega heimsækja aftur. Sá heitir Vænt og grænt og er á annarri hæð í húsinu Hafnarstræti 4, sem stendur við Ingólfstorg. Maturinn var prýðilegur, en ekki spillti húsnæðið fyrir. Húsið er gamalt og andar sögu og gamaldags Reykjavíkurrómantík. Innréttingar og húsgögn eru í léttum, skandinavískum anda og útsýnið yfir torgið er frábært á góðum degi. Þjónustan var persónuleg og heimilisleg og Víkverja fannst heimsókn á þennan stað í hádeginu bæta daginn heilmikið.

AÐ HRESSTI heilmikið upp á Miðbæinn að sameina Hótel Íslandsplanið (Hallærisplanið) og Steindórsplanið í Ingólfstorg. Það er mesta furða hvað torgið er vel heppnað, miðað við að það var alls ekki skipulagt sem slíkt (miðborg Reykjavíkur er samfellt skipulagsslys, þótt gömlu húsin séu gersemar), heldur varð það til við það að hús brunnu, grotnuðu niður eða voru brotin niður. Þó finnst Víkverja að það mætti hressa upp á húsin í kringum torgið. Gamla Morgunblaðshúsið er nú svona eins og það er, spurning hvort hægt er að breyta því þannig að það sé ekki eins yfirþyrmandi. En mörgum eldri húsunum, til dæmis áðurnefndu Hafnarstræti 4, sem áður fyrr var skreytt fallegum kvistum með útskornum drekum, gamla Geysishúsinu, Fálkahúsinu og húsinu við Veltusund, sem er sambyggt Thorvaldsensbasar, mætti sýna meiri sóma. Borgaryfirvöld ættu að hafa frumkvæði að því að þessi hús yrðu gerð upp í upprunalegri mynd. Þá gæti Ingólfstorg orðið sannkallað stolt Miðbæjarins.

ERÐ Ingólfstorgs lífgaði líka talsvert upp á Aðalstrætið. Víkverja finnst þessari fornu vöggu Reykjavíkur þó ekki nægilegur sómi sýndur. Malarplönin vestan götunnar eru til lítillar prýði og þeim fáu gömlu húsum, sem þar eru eftir, hefur ekki verið haldið nógu vel við. Hvenær fær Aðalstræti þá andlitslyftingu, sem því sæmir?