Ámiðvikudag ákvað Alþjóða sundsambandið að herða refsingar við notkun ólöglegra lyfja. Ef sundmenn innan tiltekins sundsambands fremja fjögur brot á einu ári verður viðkomandi samband dæmt í tveggja ára bann. Á þeim tíma er sambandinu, sem á í hlut, óheimilt að senda sundmenn á alþjóðleg mót.
Sundsamböndin ábyrg

fyrir lyfjamisnotkun Ámiðvikudag ákvað Alþjóða sundsambandið að herða refsingar við notkun ólöglegra lyfja. Ef sundmenn innan tiltekins sundsambands fremja fjögur brot á einu ári verður viðkomandi samband dæmt í tveggja ára bann. Á þeim tíma er sambandinu, sem á í hlut, óheimilt að senda sundmenn á alþjóðleg mót.

Þessi ákvörðun á sér ekkert fordæmi í öðrum íþróttum og gæti þetta því orðið til þess að önnur alþjóðasambönd fylgi stefnu Alþjóða sundsambandsins í lyfjamálum.

Ákvörðuninni er að mestu leyti beint að Kína í kjölfar Asíuleikanna fyrir tveimur árum. Þar féllu sjö kínverskir sundmenn, þar á meðal tveir heimsmeistarar, á lyfjaprófi. Kínverjar neita alfarið ásökunum um að þar í landi sé viðhöfð skipulögð lyfjanotkun. Wei Jizhong, háttsettur stjórnarmaður kínversku ólympíunefndarinnar, brást illa við þeim ásökunum. "Þetta eru fordómar vegna þess að Kína er kommúnistaríki. Sumt fólk er einfaldlega á móti okkur," sagði Jizhong. Hann sagði einnig að ástralska sundkonan Samantha Riley og Jessica Foschi frá Bandaríkjunum hefðu fallið á lyfjaprófi en ekki verið sviptar keppnisleyfi.

"Pappírarnir sýna það að kínverskir sundmenn hafa ekki verið að falla á lyfjaprófum. Þetta er ekki sanngjarnt."

Arne Ljungqvist, meðlimur í Alþjóðlegu Ólympíunefndinni, sagði að þessi ákvörðun sundsambandsins kæmi Ólympíunefndinni að engu gagni í baráttunni gegn lyfjamisnotkun, "Við teljum að sérsamböndin séu ekki ábyrg fyrir íþróttafólki sínu. Við viljum ekki gera þau ábyrg. Við teljum að refsa eigi einstaklingnum."

Alþjóða sundsambandið samþykkti einnig að sundmaður skuli dæmdur í fjögurra ára bann við fyrsta brot þrátt fyrir viðleitni ýmissa forráðamanna sundsambanda að stytta bannið um helming.