FRAMKVÆMDUM við nýja endastöð Strætisvagna Reykjavíkur á svæðinu milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis næst Lækjargötu miðar samkvæmt áætlun og verður væntanlega lokið í byrjun næsta mánaðar. Þar verða stæði fyrir fimm strætisvagna sem hafa endastöð á Lækjartorgi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg

Strætóstæði

fær á sig mynd

FRAMKVÆMDUM við nýja endastöð Strætisvagna Reykjavíkur á svæðinu milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis næst Lækjargötu miðar samkvæmt áætlun og verður væntanlega lokið í byrjun næsta mánaðar. Þar verða stæði fyrir fimm strætisvagna sem hafa endastöð á Lækjartorgi. Að sögn Guðmundar Nikulássonar, verkfræðings hjá embætti gatnamálastjóra, eru snjóbræðslurör lögð í vagnstæði og gönguleiðir en sérstök áhersla verður lögð á að tryggja aðgengi fatlaðra um svæðið. Hluti svæðisins er malbikaður og hluti hellu- og steinlagður. Framkvæmdirnar eru gerðar í tengslum við nýtt leiðakerfi SVR sem tekur gildi 15. ágúst nk. Þá verður Hafnarstræti austan Pósthússtrætis, sem nú er lokað, opnað fyrir umferð strætisvagna og leigubifreiða en það verður áfram lokað almennri umferð.