»Ólympíuleikarnir voru settir í Atlanta í gær. Hvenær og í hvaða landi voru Ólympíuleikarnir fyrst haldnir í núverandi mynd? »Eftirfarandi ljóð orti Dylan Thomas til aldraðs föður síns. Ljóðið kom út á íslensku 1993 í þýðingu mannsins, sem hér sést á mynd. Hvað heitir hann? Hægt skaltu ekki ganga í þá góðu nótt. Elli á að brenna og æða er kvölda fer.
SPURT ER . . . »Ólympíuleikarnir voru settir í Atlanta í gær. Hvenær og í hvaða landi voru Ólympíuleikarnir fyrst haldnir í núverandi mynd? »Eftirfarandi ljóð orti Dylan Thomas til aldraðs föður síns. Ljóðið kom út á íslensku 1993 í þýðingu mannsins, sem hér sést á mynd. Hvað heitir hann? Hægt skaltu ekki ganga í þá góðu nótt. Elli á að brenna og æða er kvölda fer. Leiftraðu af ofsa mót ljósi sem slokknar fljótt. »Hvað merkir orðtakið einhverj um er sýnd veiðin, en ekki gefin? »Á tólftu öld gekk hafvillusaga í minnum manna um að fær eyskan mann hefði hrakið af leið frá Noregi til Færeyja uns hann og menn hans tóku land á Austfjörðum. Þetta hefði gerst fyrir för Ingólfs Arnarsonar og maðurinn verið á undan Garðari Svavarssyni, þótt Garðar hafi verið settur fram fyrir í heimildum. Hvað hét þessi maður? »Þekkt skáldsaga hefst svo: "Sú var tíð segir í bókum, að ís lenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka." Hvað heitir bókin? »Hvað er rosabaugur?

»Hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, en var þekktari fyrir afskipti sín af stjórnmálum. Hann vildi "kyrkja bolsévikabarnið í vöggu sinni" og kom kaldastríðshugtakinu "járntjaldið" í umferð í ræðu, sem hann hélt í Fulton í Missouri. Hver er maðurinn? »Um er að ræða kaupstað með 3500 íbúum. Þar var prests setrið Eyri, sem frægt er af "Píslarsögu séra Jóns Magnússonar". Þar er sýslumaður og menntaskóli. Hvað heitir kaupstaðurinn? »Hann var ítalskur fiðluleikari og tónskáld, fæddist í Genúu árið 1782 og lést Nissa árið 1840. Hann hefur verið kallaður mesti fiðlusnillingur allra tíma. Hann þótti minna á Mefistófeles í útliti og var sagt að hann hefði hæfileika sína frá döflinum. Færni hans á hljóðfærið þykir ekki lengur einstök, en hann innleiddi ýmsar nýjungar í fiðluleik. Tóneyra hans þótti óskeikult. Hver er maðurinn?

SVÖR: 1. Á Grikklandi árið 1896. 2. Þorsteinn Gylfason. 3. Orðtakið merkir að einhver geti ekki hreppt eitthvað eða eigi erfitt með að hreppa eitthvað. Líkingin er dregin af veiðimanni, sem sér bráðina, en nær henni ekki. 4. Naddoður víkingur. 5. "Íslandsklukkan". 6. Rosabaugur er ljóshringur, sem myndast utan um sól eða tungl og stafar af ljósbroti og speglun í smáum ískristöllum í lofti. 7. Winston Churchill. 8. Ísafjörður. 9. Niccoló Paganini.