NýttPlástrar fyrir álagssár COMPEED heitir ný gerð plástra, sem sagðir eru henta íþróttafólki, fjallgöngufólki og öðrum sem hættir til að fá álagssár.
Nýtt

Plástrar fyrir álagssár

COMPEED heitir ný gerð plástra, sem sagðir eru henta íþróttafólki, fjallgöngufólki og öðrum sem hættir til að fá álagssár.

Plástrarnir eru úr þunnu og rakaheldu efni og fást í fimm gerðum fyrir mismunandi mein; fyrir skeinusár og afrifur, blöðrur, líkþorn, harða húð og sprungur á hælum.

Í fréttatilkynningu segir að plástrarnir dragi úr sársauka og þrýstingi, vísi vatni, óhreinindum og bakteríum á bug, græði, verndi og séu húðvænir, þunnir og fyrirferðarlitlir.

Plástrarnir fást í lyfjaverslunum, Hjálpartækjabankanum og víðar.

Morgunblaðið/Þorkell