"AF HÁLFU ráðuneytisins standa nú yfir viðræður við stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur um hvernig unnt sé að leysa fjárhagsvanda sjúkrahússins og vonandi komumst við að niðurstöðu í næstu viku. Það er ekki auðvelt að finna lausn til frambúðar, en yfirlýsingar forstjóra sjúkrahússins, á sama tíma og unnið er að lausn, koma undarlega fyrir sjónir," sagði Þórir Haraldsson,
Aðstoðarmaður ráðherra um SHR Engin tillaga um

breytt launakerfi

"AF HÁLFU ráðuneytisins standa nú yfir viðræður við stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur um hvernig unnt sé að leysa fjárhagsvanda sjúkrahússins og vonandi komumst við að niðurstöðu í næstu viku. Það er ekki auðvelt að finna lausn til frambúðar, en yfirlýsingar forstjóra sjúkrahússins, á sama tíma og unnið er að lausn, koma undarlega fyrir sjónir," sagði Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, í gær.

Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Jóhannesi Pálmasyni, forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, að mæta þyrfti rekstrarvanda spítalans, sem nemi 200-250 milljónum, með aukinni hagræðingu og markvissara starfi og að hann vonaði að ekki kæmi til uppsagna starfsmanna.

"Nauðsynlegt er að taka á fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur með nýjum hætti, enda hefur sjúkrahúsið þurft að kljást við hann lengi," sagði Þórir Haraldsson. "Í viðræðum ráðuneytisins og stjórnar hefur ýmsar tillögur borið á góma, en við erum að leita lausnar til frambúðar. Það vekur því ákveðna furðu að engin tillaga stjórnar lýtur að því að taka á launakerfi þeirra sem mest bera úr býtum, eins og gert hefur verið hjá öðrum sjúkrastofnunum."

Þórir sagði ekki unnt að tilgreina nánar nú, hvaða leiðir til hagræðingar og sparnaðar eru helst ræddar milli stjórnar og ráðuneytis.