Í LESBÓK Morgunblaðsins 1942-1946 og 1949- 1961 birtist mikill fjöldi bridsþátta. Þórður Sigfússon hafði samband við þáttinn en hann hefir verið að safna saman fyrir Bridssambandið gömlu bridsefni. Hann spyr hvort einhver viti hver er höfundur þessarra þátta. Þeir, sem til þekkja eru beðnir að hafa samband við Velvakanda eða Þórð Sigfússon.
Hver skrifaði bridsþættina?

Í LESBÓK Morgunblaðsins 1942-1946 og 1949- 1961 birtist mikill fjöldi bridsþátta. Þórður Sigfússon hafði samband við þáttinn en hann hefir verið að safna saman fyrir Bridssambandið gömlu bridsefni. Hann spyr hvort einhver viti hver er höfundur þessarra þátta.

Þeir, sem til þekkja eru beðnir að hafa samband við Velvakanda eða Þórð Sigfússon.

Þakkir til "Ferðalanga"

FINNUR hringdi og bað Velvakanda að koma á framfæri þakklæti til "Ferðalanganna" sem fundu bíllyklana hans í Skaftafelli á leiðinni upp að Svartafossi 6. júlí sl. Hann hafði tapað lyklunum sínum og varalyklarnir voru að sjálfsögðu læstir inni í bíl. Þegar hann kom að bílnum voru lyklarnir undir rúðuþurrkunni með orðsendingu undirritaðri af "Ferðalöngum". Kann hann þeim bestu þakkir fyrir skilvísina.

Tapað/fundið

Taupoki tapaðist

LÍTILL blár taupoki með prjónadóti tapaðist á leiðinni frá Hringbraut og í Tæknigarð fimmtudaginn 11. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-5713 eða 565-9618. Hildur.

Myndavél tapaðist

MYNDAVÉL í Conica- poka tapaðist í Húsafelli sl. helgi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 565-7481.

Gullúr fannst

GYLLT og blátt kvenúr fannst á göngustíg í Fossvogsdal sl. fimmtudag. Úrið fæst afhent gegn greinargóðri lýsingu. Upplýsingar í síma 564-2292.

Barnagleraugu töpuðust

PÍNULÍTIL barnagleraugu töpuðust sl. þriðjudagskvöld á leiksvæði við Laufengi. Gleraugun eru af tveggja ára barni, með blárri umgjörð kringum gler og hvítu á örmum. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 587-5574. Fundarlaun.

Úr fannst

ÚR fannst í Seljahverfi. Upplýsingar í síma 557-7260.

Gleraugu töpuðust

SJÓNGLERAUGU af gerðinni Oliver's People töpuðust um mánaðamótin júní/júlí, líklega í Reykjavík, en mögulega í Hveragerði. Gleraugun eru einföld, rúnnuð gullspangargleraugu með aukasólgleraugnaumgjörð. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-2515 og 897-0979.

Shelly-skór í Þórsmörk

HELGINA 6.-7. júlí tapaðist brúnn Shelly-skór númer 10 í Þórsmörk. Er með annan brúnan Shelly-skó númer 8. Sá sem hefur víxlað skónum, eða hefur tapað skó nr. 8, er vinsamlega beðinn að hringja í Kristján Ómar í síma 555-4504.

Jakki tapaðist

SÁ SEM tók dökkbláan jakka með silfruðum tölum af snúru við Haðarstíg aðfaranótt laugardagsins 13. júlí sl. er vinsamlega beðinn að skila honum þangað aftur. Jakkans er sárt saknað.

Gullhringur fannst

GULLHRINGUR með steinum fannst fyrir utan Strandgötu 85 í Hafnarfirði sl. helgi. Upplýsingar í síma 555-2385.

Gæludýr

Týndur köttur

ÞESSI gulbröndótti köttur er týndur. Hann var með rauða ól þegar hann fór frá Efstasundi 92 seinni part síðustu viku. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 588-0445.