STAÐARHALDARI í Viðey býður Reykvíkingum og bæjargestum í gönguferð um Viðey eftir hádegið í dag og verður lagt af stað þegar ferjan kemur til Viðeyjar klukkan rúmlega tvö. Núna er hafin önnur umferð í raðgöngu sumarsins og verður að þessu sinni gengið um Austureyna norðanverða.
Ganga um söguslóðir

í Viðey

STAÐARHALDARI í Viðey býður Reykvíkingum og bæjargestum í gönguferð um Viðey eftir hádegið í dag og verður lagt af stað þegar ferjan kemur til Viðeyjar klukkan rúmlega tvö. Núna er hafin önnur umferð í raðgöngu sumarsins og verður að þessu sinni gengið um Austureyna norðanverða.

Meðfram gamla túngarðinum fyrir austan Viðeyjarstofu og út á norðurströndina hefur verið lagður ágætur göngustígur og hefst gönguferðin að þessu sinni á því að honum er fylgt að ströndinni. Því næst liggur leiðin að austurodda Viðeyjar, þar sem Milljónafélagið svokallaða hafði mikil umsvif í upphafi þessarar aldar. Ennþá sjást þar nokkur ummerki um fiskverkunarhús og önnur mannvirki.

Í skólahúsinu, sem hefur verið gert myndarlega upp, er hin ágætasta myndasýning sem gestir kynnu að vilja skoða. Þar getur að líta fjölda ljósmynda frá Stöðinni, en svo var byggðin á Austureynni kölluð meðal þeirra sem þar bjuggu.

Fyrsta áætlunarferð verður úr Klettsvör klukkan 13 og síðan á klukkustundar fresti til klukkan 17. Ferjutollur er 400 krónur fyrir fullorðna en 200 krónur fyrir börn.