Kringlukastarinn Vésteinn Hafsteinsson er nú meðal þátttakenda á fjórðu Ólympíuleikunum í röð og jafnar þar með metin við Bjarna Á. Friðriksson, júdómann, og Guðmund Gíslason sundmann. Þeir hafa einnig tekið þátt í fjórum leikum. Vésteinn keppti fyrst árið 1984 í Los Angeles, síðan í Seoul 1988 og var einnig með á síðustu leikum, í Barcelona árið 1992.
Vésteinn jafnar metið

Kringlukastarinn Vésteinn Haf steinsson er nú meðal þátttak enda á fjórðu Ólympíuleikunum í röð og jafnar þar með metin við Bjarna Á. Friðriksson, júdómann, og Guðmund Gíslason sundmann. Þeir hafa einnig tekið þátt í fjórum leikum.

Vésteinn keppti fyrst árið 1984 í Los Angeles, síðan í Seoul 1988 og var einnig með á síðustu leikum, í Barcelona árið 1992. Bjarni var með í Moskvu 1980, Los Angeles 1984, þar sem hann hlaut bronsverðlaun. Þá var hann einnig með í Seoul og í Barcelona. Hann gerði tilraun til að öðlast keppnisrétt á þessum leikum en mistókst. Guðmundur Gíslason var á meðal keppenda í sundi í Róm 1960, aftur í Tókýó 1964, í Mexíkó 1962. Hann varð fyrstur Íslendinga til að keppa á fernum leikum er hann stakk sér til sunds á leikunum í M¨unchen árið 1972.

Fjórir íslenskir íþróttamenn hafa verið með á þrennum leikum. Valbjörn Þorláksson tugþrautarmaður var með 1960, 1964 og 1968. Sigurður Einarson, spjótkastari, keppti 1984, 1988, 1992 og á enn möguleika að vera með nú og bætast þá í flokk með Bjarna, Guðmundi og Vésteini. Hann keppir á morgun og þá kemur í ljós hvort hann öðlast keppnisrétt nú eður ei.

Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, var á meðal keppenda árið 1984, 1988 og 1992. Líkt og Bjarni reyndi hann að komast í hóp keppenda að þessu sinni en tókst ekki. Fjórði og síðasti íþróttamaðurinn er Jakob Sigurðsson, handknattleiksmaður. Jakob lék með handknattleikslandsliðinu á Ólympíuleikunum árin 1984, 1988 og 1992.