FLandsmót skáta að Úlfljótsvatni verður sett á morgun og stendur til 28. júlí. Yfirskrift mótsins að þessu sinni er "Á víkingaslóð" en ætlunin er meðal annars að kynna mótsgestum daglegt líf og menningu víkinga fyrr á öldum.
Mótsstjóri Landsmóts skáta 1996 Fjöldi skáta

í víkingaskapi

FLandsmót skáta að Úl fljótsvatni verður sett á morgun og stendur til 28. júlí. Yfirskrift mótsins að þessu sinni er "Á víkingaslóð" en ætlunin er meðal annars að kynna mótsgestum daglegt líf og menningu víkinga fyrr á öldum. Ekkert vopnaskak mun þó eiga sér stað á mótinu og því til staðfestingar munu 100 litlir skátavíkingar afhenda mótshöldurum á opnunarhátíðinni vopnaskildi sína til merkis um friðarvilja sinn.

Áætlað er að gestir verði um 3000 talsins en svo margir hafa aldrei verið saman komnir á skátamóti hér á landi.

Mót sem þessi hafa verið haldin með nokkurra ára millibili frá árinu 1959, síðast á Akureyri fyrir 3 árum.

Hvernig hefur undirbúningi fyrir landsmótið verið háttað?

"Átta þrautreyndir skátar sitja í mótsstjórn sem starfað hefur undanfarin tvö ár en frá áramótum hafa um 60 manns fundað vikulega og vinnuferðir verið farnar á Úlfljótsvatn. Þar hefur allt verið fært í víkingabúning með ýmiskonar skrauti sem skátar hafa gert og reistar verða tjaldbúðir að hætti víkinga. Víkingakaffihús hefur verið byggt og á mótinu verður boðið upp á alls konar heimabakstur þar. Í allan vetur hafa skátar víða um land verið að þjálfa sig í víkingaleikjum og íþróttum fyrir mótið."

Hver er tilgangur þess að halda landsmót sem þetta?

"Fyrst og fremst sá að gefa skátum alls staðar að af landinu og einnig erlendis frá, tækifæri til að hitta aðra félaga og vera við leik og störf í heila viku."

Hverjir sækja mótið?

"Um 1300 íslenskir skátar og á fimmta hundrað útlendir frá 23 þjóðlöndum meðal annars frá Úganda og Ástralíu. Starfsmenn mótsins verða um 200 en auk þess verða á annað hundrað hjálparsveitarmenn frá Landsbjörgu okkur til aðstoðar. Við búumst einnig við því að fjöldi eldri skátaog aðrir velunnarar gisti í fjölskyldubúðunum.

Hver er ástæðan fyrir auknum fjölda erlendra skáta á mótið?

"Skýringin felst og fremst í því að flugfargjöld hafa lækkað en einnig var vel stað að kynningarmálum erlendis. Ekki skaðar að útlendingar eru yfirleitt forvitnir um víkingasiði. Skátar eiga ýmislegt sameiginlegt með þessum fornu hetjum, meðal annars voru þeir náttúruunnendur og kunnu að bjarga sér af landsins gæðum. Þeir voru einnig miklar félagsverur og fjörugir eins og við.

Hvað verður efst á baugi á mótinu?

Fyrir aldurshópinn ellefu til fjórtán ára hefur dagskráin aldrei verið viðameiri. Börnin geta valið á milli áttatíu mismunandi atriða þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fyrir fimmtán til tuttugu ára er dagskráin ekki síður spennandi en farið verður í siglingar niður Hvíta, sólarhingsgönguferðir og hellarannsóknir í Þingvallarhrauni.

Mótsgestum verður einnig kennt að útbúa ýmsa nytjahluti með gömlum aðferðum, til dæmis að sauma skó úr roði, dengja hnífa og fleira.

Að sjálfsögðu verða kvöldvökur að skátasið hvern dag, alla vikuna.

Hápunktur mótsins verður svokallaður Óðinsdagur sem er á miðvikudaginn en það er hinn opinberi heimsóknardagur. Þá ætlar Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, að heiðra okkur með nærveru sinni. Allir skátar á mótinu hafa undirbúið kynningu á því sem þeir hafa verið að gera í vetur. Einnig munu svifdrekamenn fallhlífa-stökkvarar og fleiri kynna íþóttir sínar. Sterkustu kraftajötnar landsins munu síðan keppa í víkingagreinum. Herlegheitin enda síðan með grillveislu og kvöldvöku."

Hversu margir skátar eru starfandi á Íslandi?

"Dróttskátar eru um 2000 talsins og ylfingar, börn frá átta til tíu ára eru um 1000. Annars eru á annan tug þúsunda skáta á skrá hjá Bandalagi skáta en það eru nú svo að sá sem er einu sinni skáti er alltaf skáti.

Víking Eiríksson er fæddur 21.mars 1946 á Akureyri. Hann lauk námi í tæknifræði frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum árið 1970 og starfað þar að námi hjá byggingarfyrirtæki í þrjú ár. Frá 1973 til 1983 var hann tæknistjóri Ríkisspítalanna. Á árunum 1983 til 1986 rak hann verkfræðistofu ásamt Bjarna Axelssyni í Reykjavík. Undanfarin 10 ár hefur hann unnið að hönnun og framleiðslu á álgluggum fyrir þýska fyrirtækið Ch¨uco á Íslandi.

Hann gekk í skátahreyfinguna árið 1956 og hefur starfað þar óslitið síðan. Hann var fyrirliði foringjaþjálfunar á árunum 1974-1980 og aðstoðarskátahöfðingi yfir Íslandi frá 1980 til 1984. Hann er kvæntur Ellen Svavarsdóttur, kennara, og á tvö stjúpbörn.

Erlendir skátar á fimmta hundrað

Víking Eiríksson