dagbok nr. 62,7-------
dagbok nr. 62,7 ------- " Í dag er laugardagur 20. júlí, 202. dagur ársins 1996. Orð dagsins: Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna.

(II. Tím. 4, 7.) Skipin

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom farþegaskipið Shota Rustavelli og fór aftur samdægurs. Olíuskipið Robert Mærsk fór í gær, Pétur Jónsson og Freri fóru á veiðar, og Altona , leiguskip Eimskips, fór í gær. Þerney kom í gær og Kyndill var væntanlegur.

Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fór Hofsjökull á ströndina og olíuskipið Róbert Mærsk kom í gær.

Fréttir

Hið íslenska náttúrufræðifélag fer í fjögurra daga ferð norður á Strandir og um Inn-Djúp dagana 25.-28. júlí. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöð fimmtudaginn 25. júlí kl. 9. Leiðbeindur verða Hilmar Malmquist líffræðingur og Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur auk fleiri fræði- og heimamanna. Fararstjórar verða jarðfræðingarnir Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson. Upplýsingar og skráning á skrifstofu HÍN, Hlemmi 3, sími 562-4757.

Mannamót

Göngu-Hrólfar fara létta göngu um bæinn kl. 10. Hafnardagurinn er í dag og dansað á austurbakkanum í kvöld.

Sjálfsbjörg, höfuðborgarsvæðinu. Farnar verða tvær ferðir til Þýskalands. Fyrri ferðin er 3.-10. ágúst og sú síðari 24.-31. ágúst. Vegna forfalla eru laus sæti. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Jóhannes í síma 567-5902.

Aflagrandi. Farið verður í dagsferð í Þjórsárdal fimmtudaginn 25. júlí. Lagt af stað kl. 10. Léttur hádegisverður í Árnesi. Þjóðveldisbær skoðaður. Fararastjóri Nanna Kaaber. Síðasti skráningardagur mánudagurinn 22. júlí í Aflagranda 40.

Kirkjustarf

Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Janette Fishell og Colin Andrews orgelleikarar frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Kefas. Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir.

Ferjur

Akraborgin fer alla daga frá Akranesi kl. 8, 11, 14 og 17. Frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30, 15.30 og 18.30. Á sunnudögum í sumar er kvöldferð frá Akranesi kl. 20 og frá Reykjavík kl. 21.30.

Herjólfur fer alla daga frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12. Fimmtudaga föstudaga og sunnudaga frá Vestmannaeyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfn kl. 19.

Breiðafjarðarferjan Baldur fer daglega frá Stykkishólmi kl. 10 og 16.30 og frá Brjánslæk daglega kl. 13 og 19.30. Komið við í Flatey.

Stuttbylgja

Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda á stuttbylgju, daglega: Til Evrópu: Kl. 12.15­13 á 13860 og 11402kHz og kl. 18.55-19.30 á 7740 og 9275 kHz. Til Ameríku: Kl. 14.10­14.40 og kl. 19.35­20.10 á 11402 og 13860 kHz og kl. 23­23.35 á 9275 og 11402 kHz. Að loknum hádegisfréttum laugardaga og sunnudaga, er sent fréttayfirlit liðinnar viku. Hlustunarskilyrði á stuttbylgjum eru breytileg. Suma daga heyrist mjög vel, en aðra daga verr og stundum jafnvel ekki. Hærri tíðnir henta betur fyrir langar vegalengdir og dagsbirtu, en lægri tíðnir fyrir styttri vegalengdir og kvöld- og nætursendingar. Tímar eru ísl. tímar (sömu og GMT).