Hvítust dúfanklýfur loftiðheim hún flýgurhug minn ber.Upp í skýinátt til sólarGuð þig geymiástin mín Alein græt ég, alein syrgi,horfinn ástvin sé ei meirHvítust dúfan, frið minn færirupp í skýin, upp til þín. Guð þig geymiguð þig verndi,lítil dúfaþér við hlið.Klukkan tifar,tíminn líður.Ég vil komastupp til þín.


ESTER ÖSP

GUÐJÓNSDÓTTIRDÚFAN

Hvítust dúfan klýfur loftið heim hún flýgur hug minn ber. Upp í skýin átt til sólar Guð þig geymi ástin mín

Alein græt ég, alein syrgi, horfinn ástvin sé ei meir Hvítust dúfan, frið minn færir upp í skýin, upp til þín.

Guð þig geymi guð þig verndi, lítil dúfa þér við hlið. Klukkan tifar, tíminn líður. Ég vil komast upp til þín.

Alein græt ég, alein syrgi, horfinn ástvin sé ei meir Hvítust dúfan, frið minn færir upp í skýin, upp til þín.

Þín ég sakna, þig ég þrái. Alla ævi minnist þín. Dúfan geymir bænir mínar, allar sorgir hefur hún. Þig mun vernda Guð minn góði dúfan litla ég er hún. Höfundurinn býr í Súðavíkog orti ljóðið til minningar um þá sem fórust þar 16. janúar 1995.