Flosgrænir bjargfingur birtuna grípa frá blessaðri sól. Von mín er traust eins og veggur bjargsins og veitir mér skjól. Sólstafir tipla á tærbláum öldum og töfra mér sýn. Í fögnuði mínum er ferðinni heitið til þín. Í STOKKSEYRARFJÖRU Í fjörunni fyrir austan fyllist ég vorsins þrá.


SVANUR KARLSSONVIÐ HORNBJARG

Flosgrænir bjargfingur

birtuna grípa

frá blessaðri sól.

Von mín er traust

eins og veggur bjargsins

og veitir mér skjól.Sólstafir tipla

á tærbláum öldum

og töfra mér sýn.

Í fögnuði mínum

er ferðinni heitið

til þín.

Í STOKKS-

EYRARFJÖRU

Í fjörunni fyrir austan

fyllist ég vorsins þrá.

Í minninga fagnandi faðmi

finn ég mitt hjarta slá.Tjarnslétt er tindrandi hafið

á Trölllendum örlar við stein

og Músarsund greiðir mörgum för

þótt marri kjölur við hlein.Sundvarða og Svartiklettur

sitja þögul og keik

og Baðstofuklettarnir bjóða heim

börnum í kátum leik.Í fjörunni fyrir austan

fagnar mitt hjarta á ný

þar sindrar sólskin í broti

og sunnan golan er hlý.

Höfundurinn er fyrrverandi sjómaður.