KEPPNI í fimleikunum hefst strax á morgun, fyrsta keppnisdag leikanna, og þá mætir meðal annars fyrsti Íslendingurinn, sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum, til leiks, Rúnar Alexandersson, Gerplu. Hann hefur keppni í skylduæfingum en á þriðjudaginn verður keppt í frjálsum æfingum.
Fimleikarnir hefjast strax KEPPNI í fimleikunum hefst strax á morgun, fyrsta keppnisdag leikanna, og þá mætir meðal annars fyrsti Íslendingurinn, sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum, til leiks, Rúnar Alexandersson, Gerplu. Hann hefur keppni í skylduæfingum en á þriðjudaginn verður keppt í frjálsum æfingum.

Þátttakendur í fimleikakeppninni hafa verið að æfa og skoða aðstæður í fimleikahöllinni undanfarna daga og flestum líkað vel. Hér er bandaríska stúlkan Dominique Moceanu að reyna sig á jafnvægisslánni og er ekki annað að sjá en hún sé reiðubúin í slaginn.

Reuter