VACLAV Havel, forseti Tékklands, krafðist þess í gærkvöldi að leiðtogar stjórnarflokka landsins og flokks jafnaðarmanna jöfnuðu ágreining sinn en þeir síðarnefndu hafa látið að því liggja að þeir muni ekki styðja minnihlutastjórn Vaclavs Klaus þegar greidd verða atkvæði um traustsyfirlýsingu við hana eftir helgi.
Tékkland Hóta því

að fella

stjórnina

Prag. Reuter.

VACLAV Havel, forseti Tékklands, krafðist þess í gærkvöldi að leiðtogar stjórnarflokka landsins og flokks jafnaðarmanna jöfnuðu ágreining sinn en þeir síðarnefndu hafa látið að því liggja að þeir muni ekki styðja minnihlutastjórn Vaclavs Klaus þegar greidd verða atkvæði um traustsyfirlýsingu við hana eftir helgi.

Havel boðaði til fundar með leiðtogunum í gær að beiðni Vaclav Klaus, sem fer fyrir stjórn þriggja mið- og hægriflokka en hún tók við stjórnartaumunum fyrir tveimur vikum. Milos Zeman, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur ýjað að því undanfarna daga að flokkur hans muni ekki greiða atkvæði með stjórninni og í gær kvaðst hann ekki telja það neinn harmleik þótt stjórnin félli.

Ástæða þessarar afstöðu eru deilur stjórnarinnar og jafnaðarmanna, sem gera kröfu um að fá að kynna sér tillögur stjórnarinnar áður en þær verði lagðar fyrir þingið.