VÍSITALA byggingarkostnaðar reyndist vera 216,9 stig eftir verðlagi um miðjan júlí og er það hækkun um 3,3% síðan í júní, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Ástæðu þessara hækkunarinnar nú er að rekja til þess að endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts, vegna vinnu á byggingarstað, lækkaði 1. júlí sl. í 60% úr 100% áður. Olli sú breyting 3,3% hækkun á vísitölunni.


Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 3,3%

VÍSITALA byggingarkostnaðar reyndist vera 216,9 stig eftir verðlagi um miðjan júlí og er það hækkun um 3,3% síðan í júní, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands.

Ástæðu þessara hækkunarinnar nú er að rekja til þess að endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts, vegna vinnu á byggingarstað, lækkaði 1. júlí sl. í 60% úr 100% áður. Olli sú breyting 3,3% hækkun á vísitölunni.

Lækkun endurgreiðslanna var sem kunnugt er ákveðin í tengslum við þær breytingar sem gerðar hafa verið á vörugjaldskerfinu.

Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,4%, sem jafngildir 14,2% verðbólgu á ári.

Hagstofan hefur ennfremur reiknað launavísitölu júnímánaðar og er hún 147,9 stig, sem er 0,1% hækkun frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignalána, verður 3.232 stig í ágúst.