KRAKKARNIR í Vinnuskóla Reykjavíkur gerðu sér glaðan dag í gær er þeir héldu upp á "vertíðarlokin", en vinnu lauk fyrir fullt og allt þetta sumarið um hádegi í gær. Meðal annars voru haldnar grillveislur víða. Til dæmis fréttist af einum hundrað manna hópi uppi í Heiðmörk, enda viðraði ágætlega til útiveru á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir vætutíð.
Vertíðarlok

Vinnuskólans

KRAKKARNIR í Vinnuskóla Reykjavíkur gerðu sér glaðan dag í gær er þeir héldu upp á "vertíðarlokin", en vinnu lauk fyrir fullt og allt þetta sumarið um hádegi í gær. Meðal annars voru haldnar grillveislur víða. Til dæmis fréttist af einum hundrað manna hópi uppi í Heiðmörk, enda viðraði ágætlega til útiveru á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir vætutíð. Aldrei hefur verið jafnmikil ásókn í unglingavinnuna og nú, en rétt til starfa höfðu 14 til 16 ára unglingar. Magga og Vera, sem hér sjást, voru í sólskinsskapi í unglingavinnunni og brostu breitt fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins.

Morgunblaðið/RAX