ÞRIÐJA einkasýning Ólafar Pétursdóttur myndlistarkonu stendur nú yfir í Þrastarlundi. Sýndar eru 30 vatnslitamyndir en flestar þeirra eru málaðar á þessu ári. Ólöf stundaði nám í myndlist við Dundas Valley School of Art í Kanada á árunum 1989 til 1991.
Ólöf sýnir í Þrastarlundi

ÞRIÐJA einkasýning Ólafar Pétursdóttur myndlistarkonu stendur nú yfir í Þrastarlundi. Sýndar eru 30 vatnslitamyndir en flestar þeirra eru málaðar á þessu ári.

Ólöf stundaði nám í myndlist við Dundas Valley School of Art í Kanada á árunum 1989 til 1991. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða í Myndlistarskólum Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar hjá innlendum og erlendum kennurum.

Sýning Ólafar stendur til 27. júlí næstkomandi.

ÓLÖF Pétursdóttir