ÍSLENSKA járnblendifélagið hf. á Grundartanga skilaði alls um 394 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er rösklega tvöfalt meiri hagnaður, en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 188 milljónum. Má fyrst og fremst rekja það til hagstæðrar verðþróunar á kísiljárni á heimsmarkaði.
Íslenska járnblendifélagið hf.

Hagnað-

ur 400

milljónir

ÍSLENSKA járnblendifélagið hf. á Grundartanga skilaði alls um 394 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er rösklega tvöfalt meiri hagnaður, en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 188 milljónum. Má fyrst og fremst rekja það til hagstæðrar verðþróunar á kísiljárni á heimsmarkaði.

Að sögn Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Íslenska járnblendifélagsins hefur verð á kísiljárni haldist stöðugt það sem af er árinu, framleiðslan verið nálægt fyllstu afköstum og salan gengið vel. Var velta á fyrri árshelmingi miðað við fob-verð seldra vara um 2.112 milljónir.

Fyrirtækið hefur nú gjaldfært eftirstöðvar þess afsláttar sem Landsvirkjun veitti því á erfiðleikaárunum 1993-1994. Þá hafa hluthafar fengið greiddar 187 milljónir króna í arð vegna ársins 1995.Rösklega/12