FERÐAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að kæra til umboðsmanns Alþingis þann úrskurð Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra að aðalskipulag Hveravalla heyri undir Svínavatnshrepp. Jónas Haraldsson lögmaður Ferðafélags Íslands segir að félagið sætti sig ekki við þá niðurstöðu umhverfisráðherra sem fram kemur í úrskurðinum.
Ferðafélag Íslands Kærir til um-

boðsmanns

FERÐAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að kæra til umboðsmanns Alþingis þann úrskurð Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra að aðalskipulag Hveravalla heyri undir Svínavatnshrepp.

Jónas Haraldsson lögmaður Ferðafélags Íslands segir að félagið sætti sig ekki við þá niðurstöðu umhverfisráðherra sem fram kemur í úrskurðinum. "Að okkar mati eru ýmsir efnislegir annmarkar og formgallar á úrskurði umhverfisráðherra. Í hreinskilni sagt tel ég að þarna hafi verið reynt á klaufalegan hátt að færa rök að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu."

Jónas segir að félagið telji það auðfarnari leið að senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis en að fara með málið fyrir dómstóla. Hann segir þó að mikið álag sé á umboðsmanni og gera megi ráð fyrir að úrskurðar hans verði ekki að vænta fyrr en eftir eitt ár.Hveravellir/4