Rehhagel til Kaiserslautern TALSMENN þýska knattspyrnufélagsins Kaiserslautern, sem féll í 2. deild á liðnu tímabili, tilkynntu í gær að Otto Rehhagel hefði verið ráðinn þjálfari. Rehhagel er sigursælasti félagsþjálfari í Þýskalandi undanfarinn áratug.
Rehhagel

til Kaisers-

lautern TALSMENN þýska knattspyrnufélagsins Kaiserslautern, sem féll í 2. deild á liðnu tímabili, tilkynntu í gær að Otto Rehhagel hefði verið ráðinn þjálfari. Rehhagel er sigursælasti félagsþjálfari í Þýskalandi undanfarinn áratug. Hann var þjálfari Werder Bremen í 14 ár og varð liðið tvisvar Þýskalandsmeistari undir hans stjórn og Evrópumeistari bikarhafa 1992. Í fyrra tók hann við stjórninni hjá Bayern M¨unchen en var rekinn áður en tímabilinu lauk. Rehhagel, lék með liðinu á árum áður.