ÓL-veislan hafin Í nótt voru Ólympíuleikarnir í Atlanta settir með glæsisýningu að hætti heimamanna í Atlantaborg í Bandaríkjunum.
ÓL-veislan hafin Í nótt voru Ólympíuleikarnir í Atlanta settir með glæsisýningu að hætti heimamanna í Atlantaborg í Bandaríkjunum. Liðlega tíu þúsund keppendur frá öllum heimshornum eru komnir þar saman til þess að taka þátt í þessari sautján daga íþróttaveislu sem er sú mesta sem boðið hefur verið upp á í eitt hundrað ára sögu nútíma Ólympíuleika.

Sundkeppnin er ein af sex greinum sem hefjast í dag, en síðan rekur hver greinin aðra allt til enda. Hér á myndinni að ofan hafa tveir af keppendum Mexíkós í sunddansi tekið forskot á sæluna og sýna listir sínar í ólympíulauginni. Keppni í sunddansi hefst þó ekki fyrr en 30. júlí.

Reuter