Ég vona svo sannarlega og hef trú á að leikur KR og ÍA eigi eftir að verða spennandi leikur, líflegri heldur en deildarkeppnin hefur boðið upp á að undanförnu," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, þegar Morgunblaðið bað hann að spá í spilin í sambandi við viðureign toppliðanna, sem fer fram á KR-vellinum á morgun kl. 17.30.
Háspennuleikurí vesturbænum

KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturunum frá Akranesi

Ég vona svo sannarlega og hef trú á að leikur KR og ÍA eigi eftir að verða spennandi leikur, líflegri heldur en deildarkeppnin hefur boðið upp á að undanförnu," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, þegar Morgunblaðið bað hann að spá í spilin í sambandi við viðureign toppliðanna, sem fer fram á KR-vellinum á morgun kl. 17.30.

KR-liðið hefur verið að leika vel og það eru miklar væntingar gerðar til liðsins, Skagaliðið hafa verið á mikilli uppleið að undanförnu. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir liðin, staða KR verður vænleg ef leikmenn liðsins fagna sigri. Þegar liðin léku í fyrra í vesturbænum var leikurinn mjög skemmtilegur og lokatölur 3:2 fyrir KR. ÍA leikur án tveggja góðra leikmanna, sem eru í leikbanni ­ Ólafs Adolfssonar og Mihajlo Bibercic. Það á ekki að koma að sök, þar sem leikmannahópur Skagamanna er breiður. Steinar Adolfsson mun halda uppi merki bróður síns og Kári Steinn Reynisson fer að öllum líkindum í stöðu Bibercic.

Undiraldan er mikil fyrir leikinn. Guðjón Þórðarson var þjálfari KR í fyrra og þá léku með liðinu Steinar og Bibercic. Spennan hefur lengi verið aðalóvinur KR-liðsins, sem hefur oft fallið ofan í "spennugryfju" á vissum tímamótum, sem hefur verið um þessar mundir, um mitt keppnistímabil. Spurningin er; tekst KR-ingum að forða sér frá að falla ofan í þá gryfju. Þeir eru með reynt lið, eins og Skagamenn. Þetta verður háspennuleikur," sagði Logi.