Valsstúlkur tóku á móti Blikastúlkum í gærkvöld og biðu lægri hlut, en Blikar skoruðu alls fjögur mörk gegn engu marki Vals. Leikurinn var tíðindalítill fyrsta stundarfjórðunginn en þá tóku Blikastúlkur við sér og skoraði Stojanka Nikolic fyrsta mark þeirra á 20. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði Ásthildur Helgadóttir úr vítaspyrnu. Á 28.
Blikastúlkur enn ósigraðar Valsstúlkur tóku á móti Blika stúlkum í gærkvöld og biðu lægri hlut, en Blikar skoruðu alls fjögur mörk gegn engu marki Vals.

Leikurinn var tíðindalítill fyrsta stundarfjórðunginn en þá tóku Blikastúlkur við sér og skoraði Stojanka Nikolic fyrsta mark þeirra á 20. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði Ásthildur Helgadóttir úr vítaspyrnu.

Á 28. mínútu skoruðu Blikar þriðja mark sitt og var þar Helga Ósk Hannesdóttir að verki er hún fékk stungusendingu og skoraði framhjá Birnu í Valsmarkinu. Í leikhléi var staðan því 3:0, Blikum í hag.

Blikastúlkur voru miklu sterkari aðilinn í síðari hálfleik og bætti Stojanka Nikolic einu marki við áður en flautað var til leiksloka, en hún lék á Birnu í marki Vals og renndi boltanum í netið.

HELGA Ósk Hannesdóttir fagnar þriðja marki Blika í leik gegn Valsstúlkum að Hlíðarenda í gærkvöldi.