ÞEIR sem hafa af því atvinnu að fylgjast með bresku konungsfjölskyldunni, segja nær fullvíst að Elísabet Englandsdrottning hyggist veita Andrési syni sínum stærra hlutverk innan konungsfjölskyldunnar. Í gær lýsti varnarmálaráðuneytið því yfir að prinsinn hygðist láta af störfum í sjóhernum.
Andrés í

stað Díönu

London. Reuter.

ÞEIR sem hafa af því atvinnu að fylgjast með bresku konungsfjölskyldunni, segja nær fullvíst að Elísabet Englandsdrottning hyggist veita Andrési syni sínum stærra hlutverk innan konungsfjölskyldunnar. Í gær lýsti varnarmálaráðuneytið því yfir að prinsinn hygðist láta af störfum í sjóhernum.

Fullyrt er að drottningin hafi rætt við Andrés í kjölfar þess að eldri bróðir hans, Karl, prins af Wales, gerði skilnaðarsamkomulag við konu sína, Díönu prinsessu. Sé Andrési ætlað að fylla það tómarúm sem myndist við brotthvarf Díönu úr konungsfjölskyldunni.