MEXÍKÓBORG exíkóborg liggur hátt yfir sjávarmáli og þunna loftið hafði mikil áhrif á Ólympíuleikana í borginni 1968. Hryðjuverk settu svip sinn á leikana í M¨unchen 1972. Frjálsþróttamenn í Atlanta telja að leikanna þar í bæ verði helst minnst vegna hita og raka, samkvæmt grein í tímaritinu Economist fyrir skömmu.
ÓLYMPÍULEIKARNIR Hitinn og rakinn helstu

hindranirnar í Atlanta

MEXÍKÓBORG exíkóborg liggur hátt yfir sjávarmáli og þunna loftið hafði mikil áhrif á Ólympíuleikana í borginni 1968. Hryðjuverk settu svip sinn á leikana í M¨unchen 1972. Frjálsþróttamenn í Atlanta telja að leikanna þar í bæ verði helst minnst vegna hita og raka, samkvæmt grein í tímaritinu Economist fyrir skömmu.

Hitinn hefur mikil áhrif á gang mála í hlaupagreinum, eink um í 15.000 m hlaupi og þaðan af lengri vegalengdum. Hlaupararnir verða að ákvarða hraða sinn gaumgæfilega, útfærslan og tæknin hafa mikið að segja og endaspretturinn skiptir miklu máli. Hitinn er mikill áhrifavaldur en 24 af 43 núverandi ólympíumetum í frjálsum voru sett í Seoul þar sem hitastigið var lægra en á öðrum leikum í seinni tíð.

Ekki var beint svalt í Barcelona fyrir fjórum árum eða í Los Angeles 1984 en óttast er að aðstæður í Atlanta reynist mönnum erfiðari en áður í 100 ára sögu nútímaleika. Ekki verður aðeins um mikinn hita að ræða heldur verður rakastigið óþolandi. Mikill raki hefur áhrif á helsta kælikerfi líkamans, kemur í veg fyrir að menn svitni. Í lok júlí er hitinn 27 gráður á celsíus að meðaltali og rakastigið 90% klukkan sjö að morgni en um miðjan daginn er meðalhitinn 31 gráða og rakinn 60%. Hitabylgjur og skýfall eru algeng veðrabrigði í Atlanta á þessum tíma og íþróttamennirnir þurfa því ekki aðeins að búa sig undir að keppa við harða andstæðinga heldur aðstæður eins og þær geta verið verstar.

Aðstæðurnar bitna helst á frjálsíþróttafólkinu. Í flestum lengri hlaupagreinunum eru tveir eða þrír dagar á milli riðla- og úrslitakeppni og verða hlaupararnir að gæta þess sérstaklega að ofreyna sig ekki. "Það er eins og ofn sé innan í manni og hiti brýst stöðugt út," sagði millivegahlaupari þegar hann var að segja frá áhrifum ofhitnunar líkamans eftir keppni. Þetta getur líka verið hættulegt. Alberto Salazar, methafi í langhlaupum, var álitinn látinn eftir að hafa tekið þátt í götuhlaupi í Massachusetts 1978 ­ líkamshiti hans mældist 42 gráður ­ en hann náði sér eftir þrekraunina.

David Martin við ríkisháskóla Georgíu í Atlanta rannsakaði áhrif hitans á keppendur í Barcelona og undanfarin fjögur ár hefur hann fylgst nákvæmlega með og skráð aðstæður í Atlanta á sama tíma og leikarnir standa yfir, á fimm mínútna fresti frá 19. júlí til 4. ágúst ár hvert. Hann hefur mælt hitastigið, rakastigið og vindhraða auk útgeislunar frá sól og hlaupabrautum. Með hliðsjón af þessu hefur hann sett saman áhættuhitastuðul fyrir íþróttamennina. 18 til 23 gráðu hiti hefur ekki mikil áhrif en 28 til 32 gráðu hiti er stórvarasamur, í raun aðeins fyrir þá sem hafa aðlagast svona aðstæðum algerlega. Mælingar Martins benda til þess að hitastuðullinn hækkar jafnt og þétt eftir því sem líður á morguninn en lækkar á kvöldin. Hins vegar geta aðstæður verið óbærilegar á morgnana og kvöldin eins og mælingar hans frá 26. júlí 1993 sýna. Þá var ástandið orðið slæmt upp úr klukkan níu að morgni og var svipað um klukkan sjö að kvöldi en kl. 10 um kvöldið var stuðullinn 25 gráður.

Aðlögun felst m.a. í því að drekka mikinn vökva og ná að svitna mikið til að kæla líkamann. Mikið vökvatap getur valdið hitakrampa og -slagi. Vökvatap hjá maraþonhlaupara getur til dæmis verið um 2,5 lítrar á klukkustund. John Treacy frá Írlandi féll niður meðvitundarlaus þegar hann átti eftir 300 metra í mark í 10.000 metra hlaupi í hitanum og rakanum á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980. Fjórum árum síðar gætti hann þess að raska ekki vökvajafnvægi líkamans með því að drekka mikið og vann til silfurverðlauna í maraþoni á ÓL í Los Angeles.

Mótshaldarar hafa tekið mið af aðstæðum og tímasett greinarnar með tilliti til þeirra. Íþróttamennirnir hafa æft við þessar aðstæður í nokkrar vikur. Martin telur að íþróttamaður í góðri æfingu þurfi ekki nema tvær til þrjár vikur til að aðlagast loftslaginu en þeir sem búa við það hafa hugsanlega ákveðið forskot. Doug Brown, þjálfari langhlaupara Bandaríkjanna, telur til dæmis að Keith Brantley, sem varð í þriðja sæti á bandaríska úrtökumótinu, eigi mikla möguleika í Atlanta vegna þess að hann æfir við svipaðar aðstæður í Fort Lauderdale í Flórída.

Íþróttamennirnir vita að hverju þeir ganga og undirbúningur miðast við aðstæður, en talið er að áhorfendur og starfsmenn finni mest fyrir hitanum. Þeir verða að ganga mikið vegna þess að bílaumferð er takmörkuð og aðstæður geta reynst erfiðar fyrir óþjálfað fólk.

Morgunblaðið/Kristinn GESTIR í Atlanta eiga eftir að finna fyrir hitanum og rakanum.