FÓRNARLÖMB flóða í átta héruðum um miðbik og í suðurhluta Kína eru nú orðin 716 og tvær milljónir manna hafa orðið að yfirgefa heimili sín, að því er kínverska innanríkisráðuneytið greindi frá í gær.
Flóðin í Kína 716 hafa

farist

Peking. Reuter.

FÓRNARLÖMB flóða í átta héruðum um miðbik og í suðurhluta Kína eru nú orðin 716 og tvær milljónir manna hafa orðið að yfirgefa heimili sín, að því er kínverska innanríkisráðuneytið greindi frá í gær.

Nærri fjórar milljónir manna hafa einangrast af völdum flóðanna, 810 þúsund heimili hafa eyðilagst og hátt á þriðju milljón heimila skemmst, segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu, þar sem nákvæmlega er gerð grein fyrir náttúruhamförum í Kína á fyrra helmingi ársins.

Alls hafa 1875 manns látist af völdum jarðskjálfta, hagléls, flóða og þurrka á þessu tímabili.

Flóðin sem hófust um miðjan júní hafa valdið skemmdum á hátt í tíu milljónum hektara ræktaðs lands, og eyðilagðist uppskera af einni milljón hektara lands. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að tjón af völdum flóðanna nemi sem svarar 320 milljörðum íslenskra króna.