SUNNUDAGINN 21. júlí verða gömlu vinnubrögðin kynnt í Sjóminjasafni Íslands, Hafnarfirði, frá kl. 13­17, en þá sýna tveir fyrrverandi sjómenn vinnu við lóðir og net. Vinsæl sjómannalög og gamlir slagarar verða leiknir á harmonikku meðan á opnun stendur. Verkleg sjóvinna hefur verið fastur liður í starfsemi safnsins í sumar og verður áfram á dagskrá alla sunnudaga í júlí og ágúst.
Gömul vinnubrögð kynnt

í Sjóminjasafninu

SUNNUDAGINN 21. júlí verða gömlu vinnubrögðin kynnt í Sjóminjasafni Íslands, Hafnarfirði, frá kl. 13­17, en þá sýna tveir fyrrverandi sjómenn vinnu við lóðir og net. Vinsæl sjómannalög og gamlir slagarar verða leiknir á harmonikku meðan á opnun stendur. Verkleg sjóvinna hefur verið fastur liður í starfsemi safnsins í sumar og verður áfram á dagskrá alla sunnudaga í júlí og ágúst.

Í forsal Sjóminjasafnsins stendur nú yfir sýning á 15 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrir daga vélvæðingar og má því segja að um hreinar heimildarmyndir sé að ræða. Allar myndirnar eru til sölu.