AUNG SAN SUU KYI, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, lagði í gær blómakörfur að grafhýsi föður síns, Aungs Sans, hershöfðingja, sem leiddi Búrma til sjálfstæðis á fimmta áratugnum. Árleg minningarathöfn, dagur píslarvottanna, var í gær, og kom Suu Kyi til hennar í fylgd Then Tun, liðsforingja, sem var tengiliður hennar og herstjórnarinnar í landinu, á meðan Suu Kyi sat í stofufangelsi.
Reuter

Á degi píslar-

vottanna

AUNG SAN SUU KYI, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, lagði í gær blómakörfur að grafhýsi föður síns, Aungs Sans, hershöfðingja, sem leiddi Búrma til sjálfstæðis á fimmta áratugnum. Árleg minningarathöfn, dagur píslarvottanna, var í gær, og kom Suu Kyi til hennar í fylgd Then Tun, liðsforingja, sem var tengiliður hennar og herstjórnarinnar í landinu, á meðan Suu Kyi sat í stofufangelsi. Fjölmiðlar í landinu atyrtu Suu Kyi í gær fyrir að hafa hvatt Vesturlönd til þess að leggja efnahagsþvinganir á Búrma, í því skyni að neyða stjórnvöld til lýðræðisumbóta.