FORRÁÐAMENN Ólympíuleikanna í Atlanta binda vonir við það að ná að selja í kringum 6 milljónir miða á hinar ýmsu keppnisgreinar leikanna.
FORRÐAMENN Ólympíu STOFNANDI:: SIGU \: \: FORRÁÐAMENN Ólympíuleikanna í Atlanta binda vonir við það að ná að selja í kringum 6 milljónir miða á hinar ýmsu keppnisgreinar leikanna.

LANGFLESTAR keppnisgreinarnar á Ólympíuleikunum munu fara fram í ólympíuborginni sjálfri, Atlanta , en auk þess verður keppt í þremur nálægum borgum í Georgíu-fylki , Columbus , Athens og Savannah , og í bænum Ocoee River í Tennessee .

ÞAR að auki verður einnig keppt í knattspyrnu í fjórum öðrum borgum en þær eru Birmingham í Alabama , Miami og Orlando í Flórída og höfuðborgin sjálf, Washington D.C.

UM það bil 3.700 konur munu taka þátt á leikunum í Atlanta og er það mesti fjöldi kvenna á Ólympíuleikum í sögunni. Þátttaka kvenna hefur aukist um 32 prósent frá því í Barcelona fyrir fjórum árum og er hægt að skýra þessa miklu aukningu að hluta til með tilkomu knattspyrnu og hafnabolta kvenna en nú er keppt í þessum greinum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.

TALIÐ er að rúmlega 3,5 milljarðar manna, um tveir þriðju hlutar mannkyns, muni fylgjast með Ólympíuleikunum í sjónvarpi næstu tvær og hálfa vikuna og munu þar örugglega allir finna eitthvað við sitt hæfi.

FJÖLMÖRG ný íþróttamannvirki voru reist í Atlanta í tengslum við Ólympíuleikana og er þeirra stærst hinn glæsilegi ólympíuleikvangur, sem tekur um 85.000 manns í sæti. Hann mun að sjálfsögðu standa áfram að leikunum loknum og verður þá breytt í 45.000 manna hafnaboltaleikvang, hinn nýja heimavöll Atlanta Braves .