Þjálfari kínverska kvennaliðsins í fimleikum, Lu Shanzhen, er ekki ánægður með aðstöðuna í Atlanta. "Aðstæður hér er mjög slæmar. Við erum með 13 manns í einu herbergi." Shanzhen gangrýndi skipuleggjendur leikanna og sagði að samgönguvandræði og léleg gistiaðstaða gætu skaðað frammistöðu liðs síns. "Allar þessar rútur hérna eru aldrei á réttum tíma. Við erum ekki ánægð með það.
AÐBÚNAÐUR Rútur aldrei á réttum tímaÞrettán manns

í einu herbergi Þjálfari kínverska kvenna liðsins í fimleikum, Lu Shanzhen, er ekki ánægður með aðstöðuna í Atlanta. "Aðstæður hér er mjög slæmar. Við erum með 13 manns í einu herbergi." Shanzhen gangrýndi skipuleggjendur leikanna og sagði að samgönguvandræði og léleg gistiaðstaða gætu skaðað frammistöðu liðs síns. "Allar þessar rútur hérna eru aldrei á réttum tíma. Við erum ekki ánægð með það. Síðan eru bílstjórarnir ekki frá þessu svæði og vita sjaldan hvert þeir eru að fara. Þessi vandamál munu sennilega hafa áhrif á frammistöðu íþróttamannanna. Þeir sofa ekki eins vel hérna og þeir gera heima fyrir."

Lu var spurður hvort hann hefði kvartað við starfsmenn leikanna. "Það eru ekki bara við sem kvörtum. Þetta er eins hjá öllum öðrum. Það er enginn hér sem tekur við kvörtunum." Shanzhen sagði einnig að Georgia Dome, sem er ruðningsvöllur sem er skipt til helminga til að hýsa körfuknattleikskeppni leikanna og fimleika, sé óhagstæð sínu liði. "Það er alltof mikið rými í henni. Stelpurnar hafa ekki enn náð að venja sig við það. Lu sagði eftir æfingu á fimmtudag, sem um 30 þúsund manns horfðu á, að svona margir áhorfendur kæmu ekki einu sinni á lokadaginn í heimsmeistaramótum. "Við erum vön u.þ.b. þriðjungi þess fjölda sem hér er. Ég er mjög hissa á þessum áhuga Bandaríkjamanna á fimleikum."