BJARNI ÁRNASON

Bjarni Árnason fæddist í Efri-Ey I í Meðallandi, V- Skaft., 1. maí 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Jónsson, f. 8.10. 1875, d. 21.3. 1946 og kona hans Sunneva Ormsdóttir, f. 23.4. 1884, d. 30.9. 1976. Systkini Bjarna eru Sigurlín, f. 8.12. 1905, d. 18.2. 1969, Guðrún f. 16.10. 1907, Jón f. 1.11. 1908, d. 25.12. 1992, og Vilborg, f. 28.6. 1913. Árið 1941 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Runólfsdóttur, f. 29.12. 1919 í Bakkakoti, Meðallandi, dóttur hjónanna Þorgerðar Runólfsdóttur og Runólfs Bjarnasonar. Börn Bjarna og Guðbjargar eru Þórir, f. 5.12. 1941, ókvæntur, Guðgeir, f. 10.6. 1944, m. Sigrún Sæmundsdóttir, f. 28.11. 1944, Arndís Eva, f. 2.11. 1946, m. Gunnar Þorsteinsson f. 16.3. 1946, Runólfur Rúnar, f. 4.7. 1949, m. Anna Arnardóttir, f. 16.7. 1954, og Gunnhildur, f. 8.6. 1954, m. Sigurjón Einarsson, f. 12.3. 1950, og eru barnabörnin orðin 12 talsins. Bjarni og Guðbjörg tóku við búi foreldra hans að Efri-Ey I og bjuggu þau þar alla tíð nema síðustu árin er þau fluttu að Klausturhólum. Útför Bjarna fer fram frá Langholtskirkju, Meðallandi, í dag og hefst athöfnin klukkan 14.