Bjarni Árnason Elsku afi.

Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar var prakkaraskapurinn í þér. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu í sveitina, þú sitjandi við skrifborðið þitt með prjónana og spilin voru aldrei langt undan. Þú hafðir alltaf gaman af því að gera at í okkur og alltaf gast þú komið okkur til að hlæja þó oft hafi á móti blásið. Við kveðjum þig með söknuði en vitum að þér líður betur þar sem þú ert nú. Anda þinn er að finna í okkur öllum en þú verður samt alltaf yfirprakkarinn.

Barnabörnin.