Ragnheiður Haraldsdóttir Elsku frænka!

Ég mun alltaf minnast þess hve oft við fórum og náðum í lúpínu til að hylja sanda og mela, því að frænka hafði svo gaman af því að rækta og planta trjám. Hún var búin að planta mörg þúsund plöntum í girðinguna sína niðri í hrauni. Það verður vonandi fallegt með árunum. Það er líka mjög fallegur garðurinn hjá þeim í Melhaga.

Frænka hafði mikinn áhuga á að vinna með fullorðna fólkinu í sveitinni og daginn áður en hún dó var hún að skipuleggja ferðalag með því, sem fara átti á þriðjudeginum og hún var svo glöð og ánægð. En því miður gat ekki orðið af því.

Elsku frænka, takk fyrir öll góðu árin. Þinn frændi og vinur,

Sverrir.