Ragnheiður Haraldsdóttir Það var heldur ónotaleg tilfinning að vakna upp á sunnudaginn við það að mamma hringdi og sagði að Ragnheiður systir sín hefði dáið í morgun. Ég hugsaði: Hvað, er hún frænka dáin? Það gat bara ekki verið. Ég náði því nú bara ekki. Þessi hressa og skemmtilega kona, sem gaf mér alltaf kaffi og kökur þegar mér datt í hug að kíkja aðeins inn til frænku eins og ég kallaði hana alltaf.

Hinar frænkurnar sögðu þegar ég var yngri að þær væru nú líka frænkur mínar, en mér fannst ég bara eiga eina frænku. Það fannst Rönku verulega vænt um að heyra.

Já, það er alveg ótrúlegt þegar maður hugsar til baka að nú sé hún farin frá okkur.

Það er margt skemmtilegt frá yngri árum sem rifjast upp þegar maður fer að hugsa til baka. Mikið biðum við Halli bróðir alltaf spenntir á jólunum og þegar afmæli var, því þá kom frænka alltaf með pakka og það besta var að pakkinn var alltaf harður, ekki einhver vettlingur eða önnur tuska sem var ekkert gaman að fá.

Já, það er margt sem rifjast upp þegar litið er til baka, en fyrst og fremst er það hvað hún frænka var alltaf góð við okkur.

Nú biðjum við Guð að geyma hana.

Jóhann Rúnarsson.