Bjórdagurinn: ABC sjónvarpar beint á besta tíma ABC-sjónvarpsstöðin bandaríska sendir út fréttaþátt frá Reykjavík í beinni útsendingu á besta útsendingartíma til austurstrandar Bandaríkjanna á morgun, 1. mars, þegar Íslendingar geta í fyrsta sinn keypt...

Bjórdagurinn: ABC sjónvarpar beint á besta tíma

ABC-sjónvarpsstöðin bandaríska sendir út fréttaþátt frá Reykjavík í beinni útsendingu á besta útsendingartíma til austurstrandar Bandaríkjanna á morgun, 1. mars, þegar Íslendingar geta í fyrsta sinn keypt bjór síðan árið 1915.

Hingað er væntanlegur í dag tíu manna hópur sjónvarpsmanna frá stöðinni, sem er ein þriggja stærstu sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum. Fyrir hópnum fer Jack Lawrence, fréttastjóri ABC í Evrópu. Hann sá um fréttasendingar stöðvarinnar héðan þegar fundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn haustið 1986.

Ætlun sjónvarpsmannanna er að taka hér viðtöl við þingmenn og aðra um þessi tímamót og skoða lífið á veitingahúsum borgarinnar. Bein útsending verður klukkan 18.30 að staðartíma á austurströnd Bandaríkjanna, það er klukkan 23.30 að íslenskum tíma, og á að sýna Bandaríkjamönnum stemmninguna sem ríkir á íslenskum ölstof um þennan fyrsta dag, sem leyfilegt er að selja bjór á Íslandi.

Morgunblaðið hefur frétt af mörgum fjölmiðlamönnum, fé lagsfræðingum og sálfræðingum sem hingað koma vegna bjór dagsins, og ætla að virða fyrir sér hvernig Íslendingar bregðast við þessum drykk.