SAMKOMULAG hefur náðst milli viðræðunefnda þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka um sameiningu þingflokkanna í haust og mun hann bera nefnið Þingflokkur jafnaðarmanna. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Alþýðuflokks, verður formaður hins nýja þingflokks og Svanfríður Jónasdóttir, þingflokksformaður Þjóðvaka, verður varaformaður.
Samstarf Alþýðuflokks og Þjóðvaka Þingflokkarn-

ir sameinaðir

SAMKOMULAG hefur náðst milli viðræðunefnda þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka um sameiningu þingflokkanna í haust og mun hann bera nefnið Þingflokkur jafnaðarmanna. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Alþýðuflokks, verður formaður hins nýja þingflokks og Svanfríður Jónasdóttir, þingflokksformaður Þjóðvaka, verður varaformaður.

Forystumenn flokkanna og þingmenn kynntu sameininguna í gær og lögðu áherslu á að með henni væri stigið fyrsta skrefið í átt til aukins samstarfs eða kosningasamvinnu jafnaðarmanna á Íslandi.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sögðust fagna þessari niðurstöðu og sögðust vænta góðs af samstarfi innan raða jafnaðarmanna í framtíðinni.

Breytir litlu að mati formanns Alþýðubandalags

Þingflokkar Alþýðubandalags og Kvennalista komu ekkert nálægt viðræðunum sem leiddu til þessa samkomulags en Margerét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalags, sagði að sameiningin kæmi sér ekki á óvart. Hún sagðist hafa átt fund með formönnum Alþýðuflokks og Þjóðvaka í gær þar sem henni var kynnt samkomulagið. Margrét gerir ekki ráð fyrir að þessi atburður breyti miklu fyrir viðræður um aukið samráð á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi.

Auk sameiningar þingflokkanna hefur Einar Karl Haraldsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, verið ráðinn til starfa fyrir hinn nýja þingflokk og á m.a. að laða til samstarfs fólk sem aðhyllist jafnaðarstefnuna. Einar gerir ráð fyrir að verða áfram flokksbundinn í Alþýðubandalaginu.

Margrét Frímannsdóttir sagði að þetta væri persónuleg ákvörðun Einars Karls en hún vekti engu að síður upp bæði pólitískar og siðferðilegar spurningar. "Ég sé ekkert gegn því að Einar Karl hefji þarna störf ef hann treystir sér til að leggja til hliðar allt sem tilheyrir Alþýðubandalaginu og störfum hans þar, því framkævmdastjóri hvers flokks er mikið inni í öllum málefnum flokksins," sagði Margrét.

Fyrsta skref/6