ENGIN ákvæði eru í lögum um sérstakar bætur til foreldra fyrirbura til að mæta mikilli umönnunarþörf þessara barna. Dögg Pálsdóttir, formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um fæðingarorlof, segir ástæðu til að kanna mál þeirra. Fyrirburum sem halda lífi hefur farið mikið fjölgandi síðustu áratugi vegna framfara í umönnun þeirra á vökudeild Landspítalans.
Bætur til foreldra fyrirbura

Ástæða til að kanna bæt-

ur til foreldra fyrirbura

ENGIN ákvæði eru í lögum um sérstakar bætur til foreldra fyrirbura til að mæta mikilli umönnunarþörf þessara barna. Dögg Pálsdóttir, formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um fæðingarorlof, segir ástæðu til að kanna mál þeirra. Fyrirburum sem halda lífi hefur farið mikið fjölgandi síðustu áratugi vegna framfara í umönnun þeirra á vökudeild Landspítalans.

Tryggingastofnun hefur svigrúm til að lengja fæðingarorlof um einn mánuð ef sérstakar ástæður koma til. Einnig er möguleiki á umönnunarbótum, í fyrsta lagi þremur mánuðum eftir fæðingu, og má veita þær með fæðingarorlofi. Þessar bætur mæta þörfum foreldra fyrirbura aðeins að litlu leyti.

Í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag um fyrirburann Sögu var sagt að Tryggingastofnun hefði ekki mótað stefnu í málefnum fyrirbura. Svala Jónsdóttir deildarstjóri bendir á að það sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Hún verði að fylgja lögum og í þeim sé takmarkað svigrúm.

Nefndin sem endurskoða á lög um fæðingarorlof mun að sögn Daggar líklega ljúka störfum á haustmánuðum. Hingað til hefur ekki sérstaklega verið fjallað um málefni fyrirbura, en Dögg segir að umfjöllunin um Sögu litlu hafi vakið athygli hennar á að huga þyrfti að erfiðleikum foreldra þeirra.