10. september 1996 | Fólk í fréttum | 180 orð

Vanilluís úr dópi í íþróttavörur

HVER man ekki eftir vanilluísnum og rapparanum Vanilla Ice sem skaust á frægðarhimininn árið 1990 með laginu "Ice Ice Baby" og átti meðal annars í átta mánaða löngu ástarsambandi við söngkonuna Madonnu? Hann er nú hættur í tónlistinni og hefur snúið baki við fyrra líferni, þar sem eiturlyf og áfengi runnu í stríðum straumum ofan í hann,
Vanilluís úr dópi

í íþróttavörur

HVER man ekki eftir vanilluísnum og rapparanum Vanilla Ice sem skaust á frægðarhimininn árið 1990 með laginu "Ice Ice Baby" og átti meðal annars í átta mánaða löngu ástarsambandi við söngkonuna Madonnu? Hann er nú hættur í tónlistinni og hefur snúið baki við fyrra líferni, þar sem eiturlyf og áfengi runnu í stríðum straumum ofan í hann, og rekur íþróttavöruverslun í Miami ásamt unnustu sinni, hárgreiðslukonunni Lisu Giaritu. Hann er mjög hamingjusamur með Lindu enda hjálpaði hún honum þegar erfiðustu eiturlyfjastormarnir gengu yfir. "Ég var svo ungur þegar ég sló í gegn að þegar að æðinu í kringum mig linnti stóðst ég ekki álagið og lagðist í eiturlyf og vitleysu," sagði Vanilla sem heitir réttu nafni Robert Van Winkle. Hann þénaði nær tvo milljarða króna á velmektarárunum og á nóg af peningum eftir til að lifa góðu lífi það sem hann á eftir ólifað. Hann lofar Guð á hverjum degi og leitar nú heppilegra trúarbragða til að ástunda.

VANILLA Ice þegar frægðarsól hans var hæst á lofti.

HAMINGJUSAMUR á ný og selur meðal annars þetta neðansjávarfarartæki í íþróttavöruverslun sinni.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.